Leiniþjónusta fólksins!

 

 

„Afhjúpa ósiðlega framkomu“

Á síðunni segir að nánast allt sem við teljum dýrmætt í umhverfi okkar sé að einhverju leyti háð góðum stjórnarháttum – heilsa, matarbirgðir, athafnafrelsi, menntun, friðsæld og svo framvegis. „Sé litið til sögu stjórnmála og ástand mannkyns í dag er ljóst að frumskilyrði góðra stjórnarhátta eru opnir stjórnarhættir.

Sagan sýnir að sveigjanlegustu stjórnarhættirnir eru í samfélögum þar sem opinber skrif og útgáfa eru vernduð. Við viljum veita þá vernd í samfélögum sem ekki geta tryggt borgurum sínum hana. Við trúum því að Wikileaks sé besta leiðin til að styrkja lýðræði og góða stjórnarhætti um víða veröld.“

 

Wikileaks er ekki formlega tengd alfræðiorðabókinni Wikipediu en síðurnar deila þó sama viðmóti og tækni. Þær byggja ennfremur báðar á þeirri heimspeki að þekking fólks aukist og dýpki ef henni er safnað saman með því að heimila öllum notendum að skrifa inn á síðurnar.


mbl.is Leyniþjónusta fólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Var að velta fyrir mér "lýðræðisverðir" og "aðhaldsdátar".

Og datt svo í hug: Afhjúparar.  Og finnst það flott

Eiríkur Sjóberg, 9.8.2009 kl. 13:23

2 Smámynd: Guðbjörg  Hrafnsdóttir

Slæðan þynnist.

Við sjáum betur saman.

Látum ljósið skína í Svartholið.

Svo bjart, svo bjart það verður.

Áfram með smjörið þið Lýðræðisverðir,

Þið Aðhaldsdátar,

Þið Afhjúparar myrkursins!

Gott innlegg.

Eiríkur Sjóberg - Lýðræðisdáti.

Guðbjörg Hrafnsdóttir, 9.8.2009 kl. 14:34

3 Smámynd: DanTh

Wikileaks er múrbrjótur sem ógnar spiltu samfélagi forréttinda og leynimakks.  Wikileaks er eitt besta og væntanlega virkasta verkfæri sem við höfum til þess að brjóta niður þann leyndarhjúp sem ofríkisöfl hafa byggt utan um ranglætisverk sín.  Þetta á líka við þá elítu sem hér á landi svínbeygir sauðsvartan almúgann sér til hlýðni á meðan hún hleður undir sig forréttindum á kostnað almennings. 

Það má kalla þá sem koma upplýsingum um spillingu á framfæri við almenning, Réttlætisverði.

DanTh, 9.8.2009 kl. 15:12

4 Smámynd: Guðbjörg  Hrafnsdóttir

Líst vel á það Dan!

Réttlætisverðir!

Á svona svörtum tímum vantar okkur orð yfir "myrkraverkin".

Upplýsingarnar koma á ljóshraða til okkar. Hvernin líst ykkur á orðið LJÓSBERAR um þá sem hafa hugrekki til að segja frá vondum hlutum.

Íslensk orð yfir nýja hugsun, atburði, líðandi stundar.

Lífið er á ofurhraða og dauðinn reyndar líka.

Skrýtið!

Guðbjörg Hrafnsdóttir, 9.8.2009 kl. 15:54

5 Smámynd: Guðbjörg  Hrafnsdóttir

Ljósberar allra landa sameinist!

Quantum shift in wourld consciusness!  Puff !þetta er munnfyllir.

Vantar eithvað gott íslenskt yfir þetta.

Guðbjörg Hrafnsdóttir, 9.8.2009 kl. 16:19

6 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Sammála því að Wikileaks er gott og þarft framtak!

Ég er hins vegar ekki sammála því að það megi þýða "whistleblower" sem "flautuþyrill". Mér er fyrir það fyrsta ekki kunnugt um að til sé íslenskt orð sem heiti "flautuþyrill". Það er þá alla vega nýtilkomið. Hins vegar hefur lengi verið til orðið "flautaþyrill" sem er nafn á verkfæri sem notað var til að þeyta flautir sem er vökvinn sem verður til þegar smjör er strokkað. Flautaþyrill er oft notað um menn sem eru fljótfærir og stefnulausir en hefur ekkert með flautur að gera.

Jón Bragi Sigurðsson, 9.8.2009 kl. 20:54

7 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Þarna klikkaði ég aðeins Það átti að standa "þegar rjómi er strokkaður". Þá verður til annars vegar smjör og hins vegar títtnefndar flautir.

Jón Bragi Sigurðsson, 9.8.2009 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

morgunn

Að reyna sjá meira gott en slæmt, en vera samt meðvitaður um

blekkingarvef manna.

 

Nýjustu myndir

  • blis a bessastöðum
  • birgitta Jonsdottir
  • neyðarblis bessastaðir1
  • blys a bessastöðum4
  • blys a bessastöðum3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Fréttir frá Amnesty

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband